81. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl. 9:55. Katrín Jakobsdóttir kom á fund kl. 10:42.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 80. fundar samþykkt

2) 826. mál - gjaldeyrismál Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Frosti Ólafsson frá Viðskiptaráði Íslands og Þórólfur Heiðar Þorsteinsson frá Bankasýslu ríkisins. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 817. mál - vextir og verðtrygging Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar mætti Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands og fór yfir umsögn sambandsins um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 787. mál - aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu fyrst Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Jóhann Þór Jóhannsonn frá Samtökum gagnavera og Bjarni Már Gylfason og Elínrós Líndal frá Samtökum iðnaðarins og næst Margrét Berg Sverrisdóttir og Margrét Guðrún Blöndal frá Viðskiptaráði Íslands. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 817. mál - vextir og verðtrygging Kl. 10:52
Á fund nefndarinnar komu Anna Guðrún Ingvarsdóttir og Hermann Jónasson frá Íbúðalánasjóði. Gestirnir fóru yfir umsögn sjóðsins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:04